Ég var of seinn að skrá mig í ferð erlendra nema til Kinsale en í gær þá sagði Lauren mér að hún væri skráð en myndi væntanlega ekki koma. Ég ákvað því að drífa mig og reyna að nýta hennar sæti. Ég prufaði það og enginn spurði mig um nafn þannig að þetta virkaði.
Við byrjuðum á að fara að Charles Fort sem var byggt á 17du öld en síðan brennt af Írum í frelsisstríðinu þeirra. Það var einkar glæsilegt. Sérstaklega hvernig trjágróðurinn hefur vaxið þarna inn í gömlu húsunum.
Við fórum síðan inn í Kinsale og ráfuðum þar um. Ég hitti eitthvað af nýju fólki í dag. Aðallega er ég samt í kringum Þjóðverja og Tékkóslóvaka (bæði Tékka og Slóvaka semsagt). Myndir eru á Facebook.
