Þjóðsöngvar og næturlíf

Ég fór á ekta írska krá í gær með Marianne og Angelicu. Þetta er ofmetið fyrirbæri.

Í kvöld fór ég hins vegar á frekar venjulega krá, sem heitir Washington ef ég man rétt, með Johannesi, Isabelu, Markus, Steffi, Jessicu, Sebastian og enn einni þýskri stúlku sem ég man ekki hvað heitir. Það var bara nokkuð gaman. Ég var hins vegar rétt að komast í stuð þegar staðurinn lokaði.

Við ráfuðum aðeins um í leit að einhverjum næturklúbb sem ekki kostaði inn á eða engin röð væri á . Sjálfur var ég í litlu stuði en ákvað samt að þvælast með. Við enduðum fimm með að finna ágætan stað. Þar kynnti Johannes okkur fyrir nokkrum Bandaríkjamönnum og Frakka. Ég söng Du gamla du fria og The Star Spangled Banner. Það virkaði töluvert betur en útgáfa mín af Lofsöng okkar Íslendinga.

Við röltum síðan heim, við Steffi alla leið. Hún benti mér á gluggann sinn og sagðist oft hafa bankað á hann þegar ég var á leið út án þess að ég tæki eftir.