Smáhlutir um veru mínu hér

Hugsanlega finnst fólki ég vera að skrifa mikið um dvöl mína hérna í Cork en í raun er ég ekki að skrifa nálægt því allt sem ég er að hugsa um.

Ég er búinn að fá mér samlokur nokkrum sinnum á kaffiteríu í skólanum. Merkilega góðar reyndar. En það er svolítið skrýtið hvernig þeir bera þetta fram. Það fylgja alltaf flögur með. Get ekki skilið af hverju en þetta er ágætt.

Ég hef eytt löngum tíma í Tesco í verslunarhugleiðingum undanfarið. Í kvöld var ég heillengi að reyna að finna eitthvað hreinsiefni fyrir gólfið.

Ég hef ekki eldað neitt almennilegt síðan ég kom hingað. Ég hef bara keypt skyndirétti í Tesco. Flestir mjög slakir. Makkarónur og ostur var reyndar mjög fínt.

Ég hef ekki skrifað neitt almennilegt um borgina. Cork er falleg…