Tölvukrapp

Núna er geisladrifið í tölvunni bilað. Þó ég væri á Íslandi þá færi ég ekki með tölvuna í Tölvulistann enda… er það vond sjoppa.

Fyrr í dag var ég einmitt að kaupa geisladiska og möppu undir geisladiska til að geta skrifað tónlist til að fara með á morgun. Einn diskurinn er fastur í drifinu.

Í Tesco þá vantaði strikamerki á geisladiskamöppuna og afgreiðslustúlkan spurði mig um hvað hún ætti að kosta. Ég misskyldi og hélt að hún ætti við ost sem ég var líka að kaupa. Með góðri samvisku tilkynnti ég að þetta kostaði 1.99. Hún trúði mér ekki og fór og kíkti á hilluna sjálf. Hún kom síðan aftur og sagði að þetta kostaði 7.99 og var greinilega alveg viss um að ég hafi ætlað að svindla gríðarlega á búðinni.