Á Vísi er frétt um að í raun hafi Musterisriddarar verið sýknaðir af ákæru um villutrú á 14du öld en…
Vegna mistaka við skráningu týndist skjal með þessari niðurstöðu og ofsóknir gegn reglunni héldu því áfram.
Þetta sýnir gildi þess að hafa bókasafns- og upplýsingafræðing til að halda utan um skjalamálin.
Annars þá finnst mér mjög vafasamt að fréttin tengir saman Musterisriddarana og Frímúrararegluna án þess að nefna að það sé nú langt frá því að vera sannað.