Það er fyndið að Björn Jörundur og Villi naglbítur verði saman í sjónvarpsþætti núna á næstunni. Það eru nefnilega tíu ár síðan að ég sá 200.000 naglbíta hita upp fyrir Nýdönsk í Kvosinni í MA á tíu ára afmæli hljómsveitarinnar. Naglbítarnir voru þá ekki búnir að gefa út Hæð í húsi en spiluðu það á tónleikunum. Þetta var í fyrsta skipti sem mér fannst þeir raunverulega góðir (hafði séð þá nokkrum sinnum áður undir öðrum nöfnum). En á tónleikunum þá var Villi sífellt að gera grín að Nýdönsk. Þegar Nýdönsk kom á svið þá var Björn Jörundur sár, eða þóttist vera það, yfir þessum bröndurum
Það er hins vegar gaman að sjá Björn Jörund staðfesta upprunasögu nafnsins sem ég hef endurtekið nokkuð oft í gegnum árin án þess að fólk trúi mér. Ég man ég heyrði BJF tala um þetta í viðtalsþætti á Stöð 2 fyrir hátt í 20 árum. Ég held ég hafi meiraðsegja leitað að þeim þætti þegar ég vann á filmusafninu en án árangurs. En allavega er langt síðan að ég hef séð auglýsingu um „Ný dönsk blöð“ í bókabúð.
En sorglegu fréttirnar eru að ég missi af 20 ára afmælistónleikunum þrátt fyrir að hafa keypt miða (á tímabili benti allt til þess að ég kæmi fyrr til landsins). Miðarnir eru í 7du röð, sæti 2 og 3 á tónleikunum klukkan 22, verð 5800 krónur. Látið mig vita ef þið hafið áhuga.