Ég var rétt áðan að fá tölvupóst með tilkynningu frá rektor HÍ. Efni póstsins vakti enga athygli hjá mér heldur það að sendandinn var „Gervimaður Evrópa“. Það þótti mér skondið. Ég hef lengi vitað af tilvist þessara gervimanna þó ég hafi ekki vitað hvaða tilgangi þeir þjónuðu. Nú veit maður allavega að einn þeirra hefur hafið störf á skrifstofu rektors.