Ég fór út á flugvöll í gærkvöldi og náði í Eygló. Ég þurfti reyndar að bíða í klukkutíma á vellinum vegna þess að flugvallarútan hættir að ganga klukkan tíu. Ég las í Fragile Things eftir Neil Gaiman.
Ég hafði ekki sagt Eygló að ég myndi hitta hana þannig að ég kom henni örlítið á óvart. Við tókum taxa heim. Leigubílstjórinn var málgefinn og notaði orðið fuck í hinum ýmsustu myndum.
Við vöknuðum ekki snemma í morgun. Ég rölti með Eygló um Cork. Reyndar aðallega miðbæinn og þá sérstaklega um verslanirnar. Hún virtist hrifinn. Við borðuðum síðdegisverð á fyndnum en óspennandi veitingastað. Við röltum síðan meira um búðirnar. Það var reyndar skítkalt í dag eins og hefur verið síðustu daga. Merkileg óheppni hjá Eygló.
Á morgun förum við í meiri svona sýnisferðarölt. Síðan til Dyflinnar. Við horfðum á Michael Collins til að undirbúa okkur. Eygló var ekki jafn heilluð og ég. Mér hefur reyndar lengi þótt þetta góð mynd (fillum) en þegar maður er betur að sér í bakgrunninum þá verður hún jafnvel betri.