Þó ég sé erlendis mun ég ekki láta það trufla jólasiði mína, þó þeir breytist aðeins eins og hefðir gera alltaf.
Þann 19. desember munum við Eygló bjóða vinum og kunningjum í laufabrauðsgerð heima hjá okkur. Þetta er miðvikudagur og við búumst við gestum frá og með klukkan fimm. Sjálfur mun ég byrja undirbúninginn mikið fyrr um daginn til að hafa allt til.
Væntanlega munum við hafa pizzur og einhverjar veitingar.
Endilega látið mig eða Eygló vita ef þið viljið vera með, msn, tölvupóstur eða komment hér að neðan. Hlakka til að sjá ykkur.