Þjóðfræðimatartími

Ég fékk gesti í kvöld. Bekkjarfélagar mínir John og Karry komu og einnig Steinunn og Liam kærastinn hennar. Ég eldaði en lenti í tölfræðilegri óreglu. Ég vissi fyrirfram að Kari borðaði ekki ost og því gerði ég sérútgáfu af kjúklingaréttinum fyrir hana. Ég vissi hins vegar ekki að Liam borðaði ekki ost og því ruglaði það aðeins hlutföllin. En ekki of illa.

Kvöldið gekk vel. Smá þagnir á köflum en fólk spjallaði meira þegar á leið.

Önnur tölfræðileg óregla var að þrír af fimm drekka ekki. Það gekk lítið á Tópasið og Brennivínið. John lenti í miklum vanda með rauðvínið sitt þar sem enginn tapatogari var í eldhúsinu. Þeir Liam voru komnir langa leið með að mylja niður flöskuhálsinn þegar Rapha kom heim og lánaði þeim tapatogara.