Jæja, ég var búinn að standa mig vel og skrifa ríflega níuhundruð orð í ritgerðinni þegar ég fann fyrir smá óróleika í maganum um á milli eitt og tvö í gærnótt. Án þess að fara í grafísk og ógeðfelld smáatriði þá var nóttin einhver sú ömurlegasta sem ég hef upplifað.
Á tímabili hafði ég svo miklar áhyggjur að ég hringdi í lækni en það var svo mikið vesen að ég ákvað að bíða aðeins og sjá hvort þetta myndi ekki lagast aðeins. Og það gerðist. Ég hef verið skárri frá því svona um hádegi. Fór líka niður í apótek og keypti mér imodium. Afgreiðslustúlkunni fannst svolítið vandræðalegt að útskýra fyrir mér hvenær ég ætti að taka pillurnar.
Í kvöld hefur líkami minn verið óendanlega aumur. Ég er hins vegar loksins byrjaður að vinna upp vökvatap og er núna að borða í fyrsta skipti síðan í gær þó lystin sé frekar lítil.
Það er ótrúlega óþægilegt að verða svona veikur hérna úti. Maður er svo hjálparvana og maður hefur engan til að redda sér. Ég hlakka til að fara heim.