Það er ekki að það sé óraunverulegt að vera kominn heim heldur er óraunverulegt að ég hafi verið í Cork í gær.
Ég svaf ekkert í nótt. Spenna eða eitthvað. Nennti allavega ekki að vera andvaka þannig að ég hékk bara á netinu og horfði á Simpsons. Fór út á flugvöll rétt fyrir sex.
Samanlagt var farangurinn minn rúm 50 kíló. Ég þurfti að borga yfirvigt. Á flugvellinum í Cork rakst ég á Sebastian og Fabian. Fabian náði loksins að bera fram Gleðileg jól núna þegar hann var edrú. Ég missti víst rétt af Kristynu, lokaútkall í Pragvélina var þegar ég var að fara í gegnum öryggisgæsluna. Leiðinlegt að missa af henni.
Á Stansted borðaði ég að vanda lasagne á Ponti’s. Ég fékk smá sjokk þegar ég var kominn í gegnum öryggisgæsluna á Stansted og mætti þar lögreglumönnum með hríðskotabyssur. Ekki alveg þessi vinalega óvopnaða Garda sem ég var búinn að venjast á Írlandi.
Í vélinni voru nokkrir ættingjar. Ég svaf eiginlega alla leiðina heim. Eygló, „Terry“ (hugsaði mig lengi um „nei, hann heitir Adrian en ekki Ambrose“) og ömurlegt veður tóku á móti mér í Keflavík. Gott að vera kominn heim