Þolláksmessukvöld

Kvöldið fór í heimsóknir. Við byrjuðum á Saltfiskveislu heima hjá Árnýju og Hjörvari. Fórum síðan til Sigga með pakka og fengum video í staðinn, lánað. Síðan fórum við heim til Eggerts. Skruppum síðan í Garðheima til að kaupa seríur á jólatréð. Keyptum eitthvað smáræði í Nettó áður en við náðum í Hjördísi í vinnuna. Sáum Árna Þorlák afmælisbarn og flautuðum á hann. Eftir að hafa skutlað henni heim fórum við með kort heim til Helgu og Brjáns. Núna erum við komin heim og margt eftir að gera.

Eygló tók þessa skemmtilegu mynd af mér, Hrefnu og Unu. Þær hafa gaman af því þegar ég sveifla þeim aðeins um. Sjálfur hef ég augljóslega ekkert gaman af því.

olihrefnauna.jpg