Ný grein (æsispennó)

Það eru tímamót í greinaskrifum mínum í dag. Í fyrsta skipti hafa birst skrif eftir mig á vefriti á sviði bókasafns- og upplýsingafræði og það á undirsviðinu skjalastjórn sem er alls ekki mitt aðaláhugasvið (ég er meiri bókasafnsmaður sko). Tilefnið er erindi sem Hrafn Sveinbjarnarson héraðsskjalavörður í Kópavogi flutti fyrir viku síðan. Kíkið á Hugsandi (eins og þið ættuð náttúrulega að gera allavega tvisvar í viku).