Dr. House í strætó með mér

Í Strætó á leið úr vinnu í dag byrjaði náungi rétt fyrir aftan mig að tala hátt og snjallt um seríu fjögur af House sem ég hef ekki ennþá séð. Í stað þess að stökkva á fætur og hrista manninn til eins og hefði verið eðlilegt að gera í þessum kringumstæðum hélt ég fyrir eyrun. Ég sá engan horfa á mig en mig grunar að ýmsir hafi talið mig skrýtinn. Í kvöld horfði ég síðan á dálítið af fjórðu seríu af House á meðan ég skrifaði uppkast að grein föstudagsins.