Ég kaus.
Fyrsta krítería í Stúdentaráðskosningum er að skoða hvort að einhverjir vinir og kunningjar séu í framboði. Önnur krítería er að finna einhvern í sama námi. Það eru nokkrir vinir og kunningjar á Stúdentaráðslista síðasta árs hjá Röskvu og Vöku. Röskva hefur þó vinninginn þar. Röskvufólið sjálft er bæði vinur og er í sama námi. Þar með valdi ég að kjósa Röskvu til Stúdentaráðs. Færri eru á listanum til Háskólaráðs af vinum en þó er mér alltaf hlýtt til hennar Sigrúnar Ingibjargar. Þannig að Vaka fékk atkvæði mitt þar. Ég notaði í báðum tilfellum rétt minn til að breyta röð frambjóðanda.
Svoleiðis. Ef ég verð af einhverjum sökum aftur í skóla eftir ár þá vona ég að þriðji valkostur, sem væri hugsanlega endurfæddur Háskólalisti, verði í framboði. Það var líka svo gaman að hafa lista „gamals“ fólks sem var meira og minna utan af landi.