Rétt í þessu var verið að hringja í mig frá Röskvu. Það var einhver nýliði sem ég kannaðist ekki við og kannaðist ekki við mig sem lenti í þessu. Ég ákvað að vera harður við hann og yfirheyrði hann um hitt og þetta. Hann var ekki ánægður þegar ég útskýrði fyrir honum að ég væri fyrir löngu búinn að kjósa. Þarna fóru áttu mínútur sem hann hefði getað nýtt í að hringja í einhvern annan til að drífa á kjörstað rétt fyrir lokun.
Skilaboðin frá mér eru skýr: Ég vil ekki láta hringja í mig.