Ég verð að játa að ég gleðst aðeins yfir því hve lítill munur var í kosningunum á Vöku og Röskvu. Það hefur nefnilega svo oft verið sagt að Röskva hafi „átt“ atkvæðin sem Háskólalistinn fékk. Núna er enginn Háskólalisti en þó vinnur Röskva með minni mun en í fyrra. Engin á atkvæði Háskólalistans nema helst hann sjálfur. Ef maður lítur yfir úrslitin þá er munurinn á kjörsókn í ár og í fyrra eiginlega eins og að fjöldi stúdenta sem kaus áður hafi ekki séð neinn vænlegan fulltrúa fyrir sig nú og því setið heima. Hverjir ætla að sjá um endurreisn Háskólalistans?
Annars óska ég Röskvufólki til hamingju með sigurinn og ég er spenntur að sjá þau standa við allt sem mér var lofað í símtali gærdagsins.