Nú vita flestir lesendur mínir að ég er mikill áhugamaður um höfundarétt. Á sama tíma er ég eiginlega laus við áhuga á Halldóri Laxness og ef því ekki lesið bækur Hannesar um kallinn (né bækur kallsins sjálfs). Ég las hins vegar dálítið í dómnum.
Miðað við dæminn sem eru tekin þarna þá hefði ég getað lesið bókina án þess að átta mig nokkuð á því að Hannes var meira og minna að skrifa upp úr bókum Halldórs þó ég hefði vissulega gert ráð fyrir að þær væru aðalheimildin.
Ef textinn er ekki aðgreindur þá gerir maður ráð fyrir að höfundurinn sé búinn vinna textann að mestu sjálfur. Það hefði verið lítið mál að draga inn texta eða umorða meira. Ef fólk vill skemmtileg sögukorn frá æsku Laxness með orðum hans sjálfs þá getur það lesið bækurnar hans.
Ég sé annars ekkert í þessum dómi sem gerir sagnfræðingum og ævisöguriturum vinnan erfiðari. Almennt ástunda þeir betri vinnubrögð.