Týr með Land í sjónmáli

Ég er farinn að hlakka til. Í lok maí kemur út diskurinn Land. Þarna kemur Týr með sína fjórðu plötu. Að mínu mati var sú síðasta sú besta. Það er því einstaklega spennandi að sjá hvernig þeim tekst núna til. Síðan verður líka eitthvað íslenskt lag með í þetta skipti. Núna eru þeir á túr með svona færanlegu festivali. Núna um Evrópu en síðan um Kanada og Bandaríkin sem er að sjálfssögðu stórt skref. Ég hafði rosalega gaman af því þegar ég var í London að ég rakst á disk með þeim í svona „main stream“ diskabúð. Þá skortir ekki hæfileikana til að slá í gegn og hafa í raun þegar náð ákaflega langt. Aðaltilhlökkunarefnið er samt það að við Eygló munum sjá þá í sumar.