Ég er þá búinn að panta flug til Írlands. Ekki þó til lýðveldisins heldur til Norður Írlands, Derry. Það ætti að vera áhugavert. Raunar fer ég í dagsferð yfir landamærin til Donegal sem ætti að verða spennandi. Það er reyndar svolítið skondið að þessi nyrsta sýsla lýðveldisins nær norðar en nyrsti hluti N-Írlands. Ég tek síðan eina nótt í London í lok ferðarinnar. Ég er farinn að hlakka til þó ég viti ekkert hvað ég ætla að segja þarna.