Ég skrapp áðan inn á Mbl áðan. Einn af þeim bloggurum sem eru útvaldir af Moggabloggsyfirvaldinu og birtast reglulega á forsíðunni er Jón Valur hómófób. Ég smellti á hlekk sem var þarna á bloggið hans Jóns Vals til að sjá hvað hann væri að þrugla í dag og mér að óvörum birtist frekar óhugguleg mynd af eyddu fóstri. Nú tel ég Jón Val þannig séð í fullum rétti að birta svona ógeð en hvað er það sem fær Moggann til að setja hlekk á þetta á forsíðuna? Ég ætla rétt að vona að Mbl taki Jón Val af þessum uppáhaldsbloggaralista sínum og hann hætti að birtast á forsíðunni.
Nú er rétt að taka fram að ég er hlynntur rétti til fóstureyðinga og einhverjum þykir þetta kannski mátulegt á mig vegna þess en ég bendi á að mér þætti líka ógeðfellt að fá skyndilega upp á skjáinn minn mynd af hjartaskurði þó ég sé fylgjandi slíkum aðgerðum.