Í 24 stundum má lesa um nýja bók.
„Það er alveg klárt að fólk trúði þessum sögum hér áður fyrr því bókin er öll byggð á heimildum,“ segir Sigurður Ægisson, guðfræðingur og þjóðfræðingur. Hann skrifar textann í bókinni Íslenskar kynjaskepnur[.]
Það er gott að geta fullyrt svona vel og vandlega um hverju fólk trúði í alvörunni. Sú hugmynd kemur ekki einu sinni upp í hugann að fólk hafi hugsanlega sagt þjóðsagnasöfnurum sögur af furðuskepnum án þess þó að trúa þeim raunverulega sjálft. Enginn myndi fórna sannleikanum fyrir góða sögu… eða hvað?