Kjúl eða ekki

Cuil er ný leitarvél. Mér finnst hún við fyrstu sín ekki spennandi. Hins vegar er á upplýsingasíðunni mynd af steinhring á Írlandi sem ég heimsótti í fyrra. Ég man ekki hvað hann heitir en hann var ekkert langt frá Kenmare (gúgglaði og fann nafnið: Uragh). Það er annars skondið að hér er því haldið fram að cuil þýði ekki viska eins og haldið sé fram í kynningu á leitarvélinni heldur horn.