Vefangrari

Það hefur verið 13 gígabæta umferð um myndasíðu Þjóðbrókar það sem af er mánaðarins. Það er frekar gruggugt. Ég skoðaði málið aðeins og bannaði síðan eina ip tölu og alla botta. Einhver var að koma þarna inn á hverjum degi og skoða hverja einustu mynd. Ég vona að þetta sé bara einhver heimsk tölva en ekki einhver sem er að reyna að eyðileggja. En þetta er semsagt skýringin á því að villuskiluboð hafa komið öðru hvoru hérna á vefnum.