Af allt öðru

Eggert klukkaði mig og ég tek því að sjálfssögðu.

1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina: – Bókavörður hjá Þjóðarbókhlöðunni og Borgarbókasafni – Starfsmaður í Efnaverksmiðjunni Sjöfn – Uppvaskari á Kringlukránni – Perusölumaður í Glóey

2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á: – Sódóma Reykjavík – Englar alheimsins – Astrópía Ég held að ég geti ekki nefnt fleiri.

3. Fjórir staðir sem ég hef búið á: – Akureyri (1979-2001) – Reykjavík (2001- ) – Cork (sept-des 2007) – Borgarnes (sumar 1997)

4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum: – London – Edinborg – Færeyjar – Borlänge

5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar: – Boston Legal – Dexter – Veronica Mars (sælla minninga) – How I met Your Mother

6. Fjórar síður sem ég skoða daglega: – BloggGáttin – Vantrúarspjallið – VefMogginn – Vefpóstinn minn

7. Fernt sem ég held upp á matarkyns: – Mexíkanskur kjúklingaréttur – Lasagne (mitt) – Pizza (mín) – Kebab (sænskt eða n-írskt)

8. Fjórar bækur sem ég hef oft lesið: – American Gods eftir Neil Gaiman – The Fandom of the Operator eftir Robert Rankin – Dirk Gently bækur Douglas Adams – Mort eftir Terry Pratchett

9. Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna: – Heima – Cork Get eiginlega ekki nefnt fleiri staði.

10. Fjórir bloggarar sem ég klukka: – Eygló Traustadóttir – Hafdís Inga – Hjörvar Pétursson – Dagbjört Guðmundsdóttir