Dewey er bandarískt kerfi og er með bandaríska galla. Stærstu gallarnir eru í trúarbragðaflokknum, hann er næstum því einn risastór galli á kerfinu. Kristni fær 70 af 100 flokkstölum sem eru í boði, 10 eru ekki í notkun, 10 eru „Heimspeki og kenningar trúarbragða“ og 10 í viðbót eru samanburðarfræði og önnur trúarbrögð.
297 er fyrir Íslam og til dæmis Satanisma. Trúleysi finnst ekki en efahyggja og guðleysi flokkast undir 211. Undir 211 á maður líka að flokka „yfirgripsrit um Guð, hinn heilaga“ sem mér finnst ekki hlutlaust orðalag. Annars þá á að bæta þetta í næstu útgáfum.
Tungumálin hljóta misjafna meðferð, sum fá heila tuginn meðan önnur fá einhver tugabrot. Kínverska (Mandarín) fær til að mynda 495.1 á meðan enska fær 420 (410 í bandarísku útgáfunni en það er íslenska í þeirri íslensku).
Ég fíla annars flokkun í botn, ég er líka afskaplega góður í henni.