Í kvöld skrapp ég á útgáfufögnuð. Það var ekki mín eigin bók, Andlegt sjálfstæði sem fæst í öllum helstu bókaverslunum, heldur bókin Múrbrot sem inniheldur greinar af Múrnum. Almenn gremja var þó ríkjandi þar sem ekki einn einasta fánapistil er að finna í bókinni, ekkert er minnst á fræga Svía og ég sé ekki eina einustu vísun í leikferil Keanu Reeves. Eiginlega er þetta bara einhver pólitík.
Boðið var upp á nokkur skemmtiatriði. Meðal annars keppni í látbragðsleik sem mitt lið tapaði á aumlegan hátt. Sem bestur fer náði ég einu stigi með því að þekkja Hvíta stríðið og bjargaði okkur frá ævivarandi skömm.
Annars var góðmennt þarna og jafnvel fjölmennt. Ég stakk þó af áður en Auður gat dregið mig á karíókí bar. Laufabrauðið hefur forgang.