Jólalestur

Í gær byrjaði ég að lesa fyrstu jólabókina. Ég fékk tvær. Annars vegar Gott á pakkið sem Eygló hirti af mér og Ofsa. Í stað þess að byrja á Ofsa ákvað ég að lesa loksins Óvinafagnað. Það tók mig ekki nema tvo og hálfan tíma að klára hana og síðan las ég smá í nýju bókinni áður en ég náði loks að svæfa mig. Nú er ég líka þreyttur.