Ég held að Mogginn ætti að leyfa nafnleysingjunum aftur að blogga við fréttir. Í staðinn ætti að taka upp lesskilningspróf. Þeir Moggabloggarar sem geta ekki greint aðalatriðin úr meðallöngum texta mættu síðan ekki blogga við fréttir. Það myndi hreinsa út töluvert af ruglinu.