Þórhallur Heimisson Wikipediufræðingur?

Á meðan ég bíð spenntur eftir því að Mogginn birti síðustu svargrein mína til séra Þórhalls Heimissonar hef ég tekið mig til og kynnt mér ritstörf hans. Um nýjustu bók hans María Magdalena – Vegastjarna eða vændiskona? stendur í auglýsingum að hann kafi í rit eins og Nornahamarinn. Mér þótti rangfærslur hans um þetta rit grunsamlegar og komst að því að þær eru samhljóða villum sem voru áður í Wikipediugrein um efnið. Ef þið viljið lesa meira kíkið þá: Nornahamarinn og Þórhallur Heimisson.