Það er mjög svo áhugavert að lesa dóm vegna ærumeiðinga á spjallborðinu Hundaspjall sem Morgunblaðið kallar bloggsíðu.
4. „Hún tók mig í rassgatið … en einhvers staðar hefur hún lært þessa hegðun!J“
Ekki verður fallist á með stefnanda að þessi ummæli hafi aðra skírskotun en þá að stefnda hafi verið að tjá sig um að hún hafi fengið rýtinginn í bakið. Þó að ummælin séu ósmekkleg þá þykja ekki efni til að ómerkja þau.
Mér finnst líka merkileg samviskusemi að halda inni þessu auka joði á eftir upphrópunarmerkinu. Síðan bætist þetta við:
5. „Í von um að þú lesandi verðir ekki þessi ólánsama manneskja að kynnast þessari fjölskyldu, þú lendi í því að verja þetta fólk og verður svo nauðgað á næsta horni af þeim. Æla“
Ekki þykja heldur efni til að ómerkja þessi ummæli þó að það þyki ekki kurteislegt að tala um að einhverjum hafi verið nauðgað af einhverjum en fallist verður á með stefndu að ekki hafi verið átt við nauðgun í bókstaflegri merkingu
En það var dæmt fyrir önnur ummæli sem voru sumsé ekki bara ókurteis. En já, áhugavert að fá svona dóm og þá væri gott að sjá þetta fara fyrir Hæstarétt.