Loksins einhver áreynsla

Fórum í badminton áðan. Í þetta skipti voru Heiða og Svenni með okkur. Það var enginn að taka völlinn okkar þannig að við héldum áfram í 25 mínútur þar til Eygló var búinn að fá nóg. Gaman að fá smá áreynslu í þessu. Ég hrundi næstum því á áhorfendapallana. Lét mig detta því annars hefði ég bara hlaupið afturábak á þá sem hefði verið sárt.