Doktor Gunni og Naglbítar

Við fórum á Grand Rokk áðan og sáum Dr. Gunna og 200.000 naglbíta. Dr. Gunni byrjaði ekki stundvíslega einsog hann lofaði, ég aldrei áður farið á tónleika með honum en þetta var fjör. Ég kynnti mig fyrir doktornum eftir tónleikana.

Naglbítarnir voru nokkuð góðir, kannski ekki jafn flottir og síðast en samt brill. Þegar Naglbítarnir voru rétt byrjaðir þá slitnaði strengur í gítarnum hans Villa. Það tók sinn tíma að láta nýjan í og þegar því var lokið þá minntist Villi á að hann hefði óvart snúið strengnum utan um hausinn á gítarnum. Undir lok tónleikanna var orðið fámennt en skemmtilegt. Naglbítarnir neituðu að spila fyrir mig Helsærðan Dordingul sem er bömmer. Í lok tónleikanna var tekið smá rapp á meðan áhorfendur tóku Dabba Franz trompetsólóið úr Hæð í Húsi. Síðan tóku Naglbítarnir og heilsuðu öllum áhorfendum.

Oddur var á staðnum og þetta er í þriðja skiptið sem ég rekst á hann undanfarna viku, held að hann sé að elta mig.