Við fórum í vísindaferð í gær (föstudag) til Seðlabankans, mynt- og bókasafnið aðallega. Það var ótrúlega heillandi. Við fengum því miður ekki nægan tíma í myntsafninu og eftir ferðina var ákveðið að við myndum snúa aftur þangað. Áhugaverðasti peningurinn í safninu var án efa 5 krónu seðillinn sem var gerður að 100 krónu seðli með því að prenta aftan á hann. Alveg stórmerkilegt.

Bókasafnið var líka áhugavert. Þar fengum við að sjá Dagskrá Einars Ben, Þjóðólf og fyrsta Moggann. Það er greinilegt að þeir hafa bjargað ótalmörgu frá glötun þarna með því að fara einstaklega vel með það. Ég rakst annars á blöðung þarna sem ég var ákaflega hrifinn af, Grandvar hét sá. Þarna er verið að boða til kröfugöngu á Akureyri, líklega 1986 þó þetta sé ekki með ártali (smá leit á netinu gaf vísbendingu um það).

