Týr um helgina

Týr um helgina, reyndar líka próf um helgina en það skiptir minna máli. Við höfum ákveðið að fara til Selfoss á tónleikana þar og á Grand Rokk. Minni annars þá sem ekki hafa keypt sér nýja diskinn með Tý að skreppa í 12 Tóna, Eric the Red er jafnvel betri en How far to Asgaard? (fyrri diskurinn).

Annars er sænsk hljómsveit með í för núna, hún heitir Freak Kitchen, ég er búinn að hlusta aðeins á hana og hún lofar góðu.

Kíkið á heimasíðu tónleikahaldarana til að fá nánari upplýsingar.