Ég fór semsagt á Tý aftur í gær og fer í þriðja skiptið í dag (þó verð ég gestur í dag en borgaði mig inn í hin skiptin).
Ég hitti Sigga Hólm í bæði skiptin og spjallaði meiraðsegja við hann í gær. Við tókum síðan syrpu saman við Du Hast á dansgólfinu, hann tók einhverjar myndir af mér sem eru örugglega glæsilegar alveg. Hér er annars mynd af okkur saman, ég var nýbúinn að rifja upp þarna að við vorum báðir að skrifa greinar í Moggann um samkynhneigð og pósan mín er vísun í það.