Ég var á skorarfundi og enn er gaman þar. Skipulag á Mastersnámi er til dæmis á fullu. Í dag kom hins vegar upp stóráhugavert mál sem gæti haft víðtæk áhrif. Lögð var fram tillaga um að breyta nafni skorarinnar, fella burt bókasafnsfræðihlutann og skilja upplýsingafræðina eina eftir. Tillagan var ekki afgreidd en allir voru jákvæðir heyrðist mér. Það er líka ekkert vit í að fólk sem tekur 30 einingar í skjalastjórn séu í bóksafnsfræði en hins vegar fellur allt sem kemur að bókasöfnum snyrtilega að upplýsingafræði.
2 athugasemdir við “Upplýsingafræði?”
Lokað er fyrir athugasemdir.
Líst vel á það, þá hættir fólk kannski að spyrja mig hvað maður geri í bókasafnsfræði
Mér líst mjög vel á að þetta bókasafnsfræðinafnið fari enda er það bara til trafala.