Ég var líkt og svo margt annað fólk á Þjóðarspegli í dag. Þetta var annað árið mitt sem fyrirlesari en augljóslega hef ég mætt þarna mörg af þeim árum sem ég var í skólanum. Helsti galli ráðstefnunnar er eiginlega hvað maður kemst á fátt. Fyrir hádegi var ég í bókabrasi og reyndar smá undirbúningi þannig að ég komst ekki á neitt nema þjóðfræðina. Það voru sjö fyrirlestrar í dag en í fyrra vorum við bara þrjú. Það er ágætis aukning.
Ég á ekki að gera upp á milli fólks en ég játa að ég hafði mest gaman af því þegar Gísli Sigurðsson var að tala um stjörnufræðiþekkingu í Snorra-Eddu. En allt var þetta gott.
Af frammistöðu sjálfs míns áttaði ég mig á mörgu. Þó ég sé ákafega öruggur þegar ég tala fyrir fólk almennt og geti gert það blaðlaust þá hefur mig aðeins skort þor til þess þegar ég er að tala sem fræðimaður. Ég þarf að tala út frá punktum sem ég get alveg. En ég reif mig nokkrum sinnum út úr því og það gekk vel.
Ég fæ sem betur fer væntanlega tækifæri fljótlega til að prufa mig áfram þar sem ég er víst að fara að tala á Hólmavík bráðlega nema eitthvað breytist.
Annars fór bókin í dag í Nexus. Ég er óendanlega stolt nörd.