Jæja, við Eygló vorum með jólagleði fyrir nema í bókasafns- og upplýsingafræði í gær. Þetta heppnaðist allt afar vel og þegar allir nema Halli, Danni og Hjördís voru farin þá spiluðum við Gettu Betur spilið. Ég vann með miklum yfirburðum en kannski ætti maður að hafa í huga að þau voru öll drukkin.
Annars þá voru ýmis mál rædd í gærkvöldi varðandi skólann og þá fyrst og fremst nafnabreyting. Það voru langflestir á því að rétt væri að fella bókasafns- úr titli skorarinnar sem þýðir að vonandi getur næsti skorarfundur sent þetta áfram til þeirra sem geta samþykkt breytingunga.
Þetta er góð þróun enda er bókasafns- og upplýsingafræði frekar langt nafn og ruglandi. Ég hafði hvort eð er það markmið að kalla mig yfirleitt bara upplýsingafræðing (ég missi að vísu ekki réttinn til að kalla mig bókasafnsfræðing) þegar ég útskrifast, nema að ég fari að vinna á bókasafni en það er frekar ólíklegt.
Þetta ætti líka að geta breytt ímyndinni, ímyndina af konunni sem vinnur í afgreiðslu bóksafnsins. Það eru náttúrulega yfirleitt bókaverðir en ekki bókasafns- og upplýsingafræðingar.