Laufabrauð byrjar

Ég ákvað að byrja á laufabrauðsundirbúningi í kvöld. Bjó til einfalda uppskrift og byrjaði að fletja út, fyrstu kökurnar eru líklega frekar þykkar en síðan batnaði þetta hjá mér. Endaði í 29 kökum og stefni í að gera annað eins á morgun, það er náttúrulega alltof mikið fyrir okkur tvö en ég hef engar áhyggjur af því, þetta reddast. Þegar ég segi að þetta sé alltof mikið fyrir okkur tvö þá á ég náttúrulega við alltof mikið fyrir mig því Eygló borðar nær ekkert af laufabrauði. Nei, ég ætla ekki að gera tilraun til að borða þetta allt sjálfur heldur á ég eftir að fá eitthvað af gestum í mánuðinum.

Á morgun koma líklega Hildur, Heiða, Eva, Halli, Hjördís og Nils að skera út. Tvíbbarnir koma með eigin kökur en ég veit ekki alveg með upplýsingafræðinördana.