Við Eygló tókum sérstaka ferð út í IKEA í dag. Ekki til að kaupa neitt jóladót. Alls ekki húsgögn. Bara mat. Mig langaði smá að prufa hangikjötið þarna. Það var fínt en jafningurinn, kartöflurnar og baunirnar dugðu ekki alveg með kjötinu. Það skorti laufabrauð. Eygló fékk sér kalkún. Hann var víst fínn líka. Þetta kemur í staðinn fyrir jólahlaðborð hjá okkur. Förum kannski aftur.