Jæja, Kaninkan er kominn upp en færslur frá því þann 26. nóvember duttu út. Það var slæmt. Ég ákvað að reyna að finna færslurnar aftur, athugaði hvort eitthvað af þessu væri ennþá hjá mér í cache eða eitthvað en ekki virkaði það. Fór síðan á Google til að sjá hvort þeir hefðu rennt yfir síðuna á þessu tímabili en svo var ekki. Fór að lokum inn á Yahoo og kom þá í ljós að vélin hafði farið yfir síðuna mánudagsnóttina og í látið í cache hjá sér.
Færslunum var því bjargað að fyrir utan að hnefaleikafærslan datt glataðist. Ég man svosem hvað ég skrifaði í þeirri færslu og læknar hafa verið að endurtaka það í dag, meiðsli í hnefaleikum er ekki slys.
Fleygi inn gömlu færslunum á næstu dögum.