Ég sendi hér með landsmönnum öllum hugheilar jólakveðjur. Ekki það ég myndi nokkurn tíman nota orðið „hugheilar“ nema bara til þess að kommenta um það, ég man ekki eftir að hafa heyrt það notað um annað en jólakveðjur.
Ég sendi jólakort, eða Eygló skrifar jólakort og sendir þau og ég kem með örfá komment inn á milli. Mér þykir gaman að fá jólakort en enginn er skyldugur til að senda mér, ég opna kortin á aðfangadagskvöld og ég rýni ekki í áritanir til að fatta hverjir senda mér og hverjir senda mér ekki (veit reyndar að kortið sem ég fékk áðan er frá Ásgeiri en maður þarf ekki að rýna til að fatta það). Annars er ekkert aðalatriði að þetta sé fram og til baka. Sumir senda jólakveðjur á Gufunni og ég heyri jafnvel eitthvað af þeim.
Kannski er tímabært að minna á að Vantrú ætlar ekki að taka sér neitt mikið jólaleyfi núna, allavega er grein í dag og eitthvað næstu daga. Alltaf gott að fá Vantrúarskammt á meðan Jesúkjaftæðið er á fullu.
Svo ég haldi áfram þá fannst mér ægilega gaman að heyra kenningar um að íslensku jólasveinarnir séu jafnvel útgáfur norrænu goðunum, alveg frábært. Jólin tengjast Jesú ekki nokkurn skapaðan hlut ef þú pælir í því. Við höfum ekki einu sinni heilagan Nikúlás til að bögga okkur, bara Þór og Tý.
Er jólakortið sem ég sendi í gærkvöld strax komið?