Það voru talningamenn í Strætó áðan. Nógu vel tímasettur til að missa af öllum sem hafa eru búnir að gefast upp á troðningnum og farnir að nota bíl til að komast sinnar leiðar. Ég rétt vona að tölur dagsins verði ekki teknar alvarlega. Ég gat nefnilega fengið sæti strax sem er afar óvenjulegt. Veðrið hrekur fólk í bílana.
Annars var talningamaðurinn í þristinum vafasamur. Hann tók sjálfur tvö sæti og gaf ekki eftir þó fólk stæði rétt hjá honum. Maður hefði haldið að starfsmenn Strætó ættu að vera til fyrirmyndar í þessu.