Landsbókasafnið og stjórnarfundur

Annar dagur í Lbs-Hbs kúrsinum á Þjóðarbókhlöðunni í dag, ekki jafn gaman og í gær en morgundagurinn lofar góðu því þá eru Handritadeild og Þjóðdeild með kynningar. Eftir kynningar Upplýsingadeildar og Útlánadeildar í dag þá hélt stjórn Katalogosar fund (og ég fylgdi náttúrulega með einsog vanalega) á kaffistofunni. Fundurinn var stuttur og markaði stefnu félagsins á önninni, skemmtilegar vísindaferðir framundan og einsog vanalega þá er Katalogos eitt af fáum nemendafélögunum sem heldur ekki djammvísindaferðir.

Á kaffistofunni voru Mundi, Stefán Einar og Hannes Hólmsteinn leit inn. Eins gott að bókasafnsfræðinemar fylltu kaffistofuna til að vega á móti þessari hægrisveiflu.