Bókavörður hilmis

Um daginn dreymdi mig að ég væri bókavörður hjá Elessar (Aragorn) konungi. Ég man ekki mikið eftir þessu en ég var allavega að passa gamlar bækur. Þetta er alveg úrvalsdæmi um hvernig hlutir úr daglega lífinu blandast saman og móta drauma. Ég hafði nefnilega verið að skoða Landsbókasafnið, þar á meðal gamlar bækur. Ég var líka að lesa LotR viðaukana á sama tíma.

Gott djobb líklega.