Flúrperur

Ég hef á tilfinningunni að húsverðir í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Háskólanum þurfi að fara á námskeið um flúrperur. Það er allavega ekki eðlilegt að perurnar flökti svona hræðilega. Maður skiptir ekki um flúrperur þegar þær drepast heldur þegar þær byrja að flökta. Mig grunar að svona léleg umsjón með flúrperum hafi orðið til þess að þær hafa fengið svona slæmt orð á sig. Muna að skipta um startara í allavega annað hvert skipti ef ekki hvert skipti.