Það er kominn nýr rafbókavefur í loftið. Sá kallast Emma og er, merkilegt nokk, hugarfóstur bókasafns- og upplýsingafræðings (svona erum við sem stétt hrædd við tækniframfarir). Þessi vefur er ólíkur Rafbókavefnum mínum þar sem er um að ræða söluvef þar sem fólk getur gefið út eigin bækur. Þetta er mjög spennandi tímar. Rafbókavæðing Íslands er hafin fyrir alvöru.