Undanfarna daga (síðan á fimmtudag) þá hefur mörgæs í félagi við Yeti skemmt okkur. Við Eygló erum í keppni og ég er að vinna, metið mitt er 323,5 á meðan Eygló hefur náð 323,4. Nú mætti halda þessi leikur sé takmarkaður en svo er ekki, hægt er að spila endalaus afbrigði.
- Reyna að skjóta mörgæsinni sem styst (þá meira en O samt).
- Að reyna að koma henni sem lengst þegar hún lendir með höfuðið í snjónum.
- Að reyna að koma henni sem styst þegar hún lendir með höfuðið í snjónum.
- Að reyna að hitta sem næst skotmörkum (svo sem 100 – 200 – 300).
Reyndar eru þetta ekk nákvæmlega endalaus afbrigði en samt nokkur.